Markaskorari af guðs náð lætur staðar numið

Markamaskínan Michael Owen tilkynnti það, í upphafi þessarar viku, að hann hyggðist leggja skó sína á hilluna, að loknu yfirstandandi keppnistímabili.

Michael Owen skaust fram á sjónarsviðið árið 1996, þegar hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Liverpool. Owen skoraði svo í frumraun sinni með aðalliði Liverpool í maí árið 1997.

Á sínu fyrsta heila tímabili með Liverpool skoraði Owen 18 mörk og varð síðan markahæsti leikmaður Liverpool tímabilin 1997-2004.

Árið 2001 hlaut Owen Gullboltann, en á því tímabili urðu Liverpool Evrópumeistarar félagsliða, bikarmeistarar og deildarbikarmeistarar.

Michael Owen skoraði 118 mörk í 216 leikjum með Liverpool og lék síðar með Real Madrid, Newcastle, Manchester United og Stoke City á glæsilegum ferli sínum.

Owen hefur nú gefist upp á þrálátum meiðslum sínum og hefur ákveðið að binda enda á leikmannaferil sinn, að loknu því tímabili sem nú er að ljúka.

Með því að smella á meira má sjá myndband með öllum mörkum Michael Owen fyrir Liverpool. (more…)_44299885_capello_euro416

Ólík hlutskipti AC Milan og Barcelona árið 1994

Þann 18. maí árið 1994 mættust AC Milan og Barcelona, í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða, á Olympíuleikvanginum í Aþenu. Barcelona þótti sigurstranglegra liðið, en liðið hafði nýverið tryggt sér sigur í La liga og stefndi á að vinna Evrópukeppni meistaraliða, í annað sinn á þremur árum. Katalóníumenn þóttu ekki síður líklegir til afreka í leiknum, í […] meira

David James er margt til lista lagt. Spurning hvort að Hemmi sjái hann fyrir sér sem striker í Eyjum

Eiður Smári og Hasselbaink voru eitraðir saman á sínum tíma

Eiður Smári Guðjohnsen var keyptur til Chelsea, frá Bolton, árið 2000, á fjórar milljónir punda.

Það var Ítalinn Gianluca Vialli, sem fékk Eið til liðs við sig, til Lundúnaliðsins.

Eiður Smári myndaði strax eitrað framherjapar, með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink og skoraði Eiður 23 mörk á sínu fyrsta tímabili með þeim bláu.

Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá myndband, með mörkum, sem eru afrakstur samvinnu Eiðs og Hasselbaink.

(more…)

Hvor hefur betur í Madrid, herforinginn eða prinsinn?

Það er öllum ljóst, sem fylgjast með knattspyrnu, að ástandið í herbúðum Real Madrid, hefur verið eldfimt á þessu keppnistímabili.

Liðið er 15 stigum á eftir erkifjendunum frá Katalóníu og fregnir herma að búningsklefinn skiptist í tvær fylkingar.

Þannig hafi myndast gjá milli herforingjans, Jose Mourinho, og prinsanna frá Spáni, með Iker Casillas og Sergio Ramos fremsta í flokki.

Nú er bara spurningin, hvor fylkingin vinnur stríðið og nær að sannfæra kónginn, það er Florentino Perez, eiganda Real Madrid.

Að mínu viti ætti Perez að horfa á þetta myndband og þá ætti valið ekki að vera erfitt.

 

Silvio Berlusconi semur við rotið epli síðar í dag

Ítalski vandræðagemsinn Mario Ballotelli mun semja við ítalska stórveldið AC Milan síðar í dag.

Þar með munu gráu hárunum, á höfði hins geðþekka knattspyrnustjóra Manchester City, Roberto Mancini, líklega fækka umtalsvert.

Nú er bara spurningin hvernig, glaumgosanum og stjórnmálamanninum, Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan og fjölmiðla á Ítalíu, hugnast þessi vistaskipti.

Með því að ýta á fyrirsögn fréttarinnar, má sjá nýlegt viðtal, sem tekið var við Berlusconi, þar sem hann ræðir möguleg félagaskipti Ballotelli til AC Milan.

 

(more…)

Getur verið að það sé meira framboð en eftirspurn, eftir kröftum þessa kappa. Stórkostlegur knattspyrnumaður á sínum tíma, en ekki alveg jafn öflugur þjálfari.

Next Page »